14. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. október 2023 kl. 09:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:06
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Kristrún Frostadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Teitur Björn Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi. Björn Leví Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason véku af fundi kl. 9:56 til að fara á annan fund á vegum Alþingis. Kristrún Frostadóttir vék af fundi kl. 11:11 og Jódís Skúladóttir kl. 11:15.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 09:06
Til fundarins kom Sigurgeir Bárðarson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kl. 09:57. Páll Sævar Brynjólfsson og Guðveig Lind Eyglóardóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Kl. 10:57. Friðjón Einarsson og Berglind Kristinsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:21
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:22